Crosshairs

Fyrir leikmenn

Coerver Coaching býður upp á knattspyrnuskóla fyrir alla iðkendur í 3.-6. flokki drengja og stúlkna.  Skólarnir eru haldnir víðsvegar um landið.  

Í knattspyrnuskóla Coerver Coaching eru allar æfingar byggðar upp frá "The pyramid of Player Developmnet" sem samanstendur af 6 skrefum.

Knattstjórnun, mótttaka og sending, 1v1 hreyfingar í sókn og vörn, hraði, klárum, spilæfingar í litlum hópum. 

 

Hér munu birtast greinar varðandi þau 6 skref sem við vinnum út frá.

 

FYRSTA SNERTING....FULLKOMIN ÆFING SKAPAR MEISTARANN!

 

Eitt af því sem einkennir frábæra knattspyrnumenn er góð fyrsta snerting, mótttaka og sending.  Um það verður fjallað hér.  Við hjá Coerver Coaching teljum að leikmaður sé aldrei of ungur eða og gamall til að bæta sig.  Við trúum því heldur ekki að leikmenn fæðist með fullskapaða hæfileika.  Þess vegna er æfingin lykilatriði og stundum er sagt að; "æfingin skapi meistarann".  Við segjum það hinsvegar vera hálfan sannleikan hvar það er ekki nóg að æfa, heldur þarf að æfa rétt!  Því segjum við; ,,fullkomin æfing skapar meistarann".

Fyrsta skrefið í átt að framförum að okkar mati er knattstjórnun.  Enda er knattstjórnunn fyrsta skrefið af þeim 6 sem við ætlum að fjalla um á næstu misserum.  Knattstjórnun snýst fyrst og síðast að vera með boltann á tánum eins og sagt er, og æfa tækniatriði og snertingar á bolta eins oft og hægt er.  Helst á hverjum degi.  Hér er myndband með Coerver strák, Luis að nafni sem hefur þrátt fyrir ungan aldur æft knattstjórnun af kappi í langan tíma. http://www.youtube.com/watch?v=VhxJccwTQqk

 

Fyrsta snerting....mótttaka og sending.

Fótbolti er hraður leikur hvar leikmenn eru stöðugt að berjast um boltann.  Hvort heldur er til að halda honum í eigin röðum, hafa góðan tíma og gott svæði til að skapa og valda mótherjanum vandræðum.

Oftar en ekki er lykilatriðið í því hve vel leikmenn senda og taka á móti bolta hversu góða stjórn þeir hafa á boltanum og hversu nákvæm sendingin er sem þeir fá frá liðsfélaganum.

Frábærir sendingamenn eins og David Beckham, Xavi, og Fabreqas láta hlutina oft á tíðum líta auðveldlega út þegar þeir taka á móti og gefa sendingar til liðsfélaga sinna sem njóta góðs af færni þeirra.  Þeirra nákvæma tækni að auðvitað niðurstaða endalausra æfinga.  En þeir eru meðvitaðir um gildi þess að æfa þessa hluti enn í dag og það hugarfar mun öðrum þræði hjálpa þeim að bæta mótttöku og sendinga-færni þeirra það sem eftir er(af þeirra leikmannaferli, og er hann orðinn býsna langur fyrir t.d. hjá Beckham).

 

Hjá Coerver Coaching erum við með margar frábærar æfingar til þess fallnar að bæta þennan mikilvæga þátt hjá hverjum og einum leikmanni.  Þú ert aldrei og ungur eða gamall fyrir þessar æfingar.  Spurðu einnig þjálfara þinn og fáðu hann til að gera með þér æfingaáætlun.  Margar æfingar eru einnig á internetinu. Prófaðu þig áfram og æfðu þig af kappi því þá munt þú bæta leik þinn.

 

Fylgstu með frábærum leikmönnum.

Ég mæli alltaf með því á æfingum og knattspyrnuskólum hvar ég þjálfa að leikmenn horfi á knattspyrnuleiki hvenær sem þeir geta.  Við erum svo heppin hér á landi að hafa aðgang að frábærum knattspyrnuleikjum í sjónvarpi s.s. meistaradeildinni, ensku og spænsku deildinni svo fátt eitt sé nefnt.  Þau frábæru lið og leikmenn sem fyrir augu okkar bera í hverri viku, hafa yfir að ráða einhverjum mestu og bestu hæfileikum sem fyrir finnast í leiknum.  Ég hvet því alltaf mína leikmenn til að fylgjast með þeim eins mikið og þeir geta.

Fylgstu með þínum uppáhalds leikmanni og spurðu sjálfa(n) þig eftirfarandi spurningar:  Hvað einkennir þennan  leikmann sérstaklega og gerir hann eða hana svona góða(n)?  Notaðu viðkomandi leikmann sem þína fyrirmynd.  Skoðaðu vel hvað viðkomandi gerir í leik sínum.  Brjóttu það niður í einingar.  Farðu svo og æfðu þig aftur og aftur og aftur.  Vertu þolinmóð(ur) og sjáðu þig fyrir þér sem leikmaður með þessa hæfileika.    ,,if you can dream it, you can do it" - Walt Disney

Heiðar Torleifsson - Coerver Coaching
  

 

 

 

 
Crosshairs