Crosshairs
 • Eykur leikfærni óháð leikstöðu og getu í knattspyrnu
 • Lærir  færni bestu knattspyrnumanna heims
 • Eykur hraða með og án bolta
 • Nýtur fótboltans betur óháð eigin getu
 • Þú lærir að kenna grunnfærni í knattspyrnu á áhrifaríkan og skapandi hátt
 • Þú færð fleiri hugmyndir og æfingar til að nota í þín starfi
 • Þú lærir að skapa skemmtilegar æfingar með áskorun fyrir allt tímabilið
 • Þú færð svör við flestum vandamálum í þjálfun
 • Þú færð fagmannlegt, öruggt, skemmtilegt og lærdómsríkt umhverfi fyrir barnið þitt.
 • Þú færð gæði fyrir þína fjármuni
 • Þú sérð miklar og skýrar framfarir hjá þínu barni
 • Þú færð bestu æfingu og kennsluáætlunina í færni knattspyrnumanna sem völ er á í dag

Coerver Coaching er æfingaáætlun í knattspyrnu sem starfar út um allan heim, og er undir áhrifum frá kennslu Wiel Coerver.   Coerver Coaching var stofnað árið 1984 af Alfred Galustian og Chelsea goðsögninni , Charlie Cooke.

Helstu staðreyndir síðan 1984:

 • 8 sjónvarpsþættir á 8 tungumálum
 • Myndbönd(VHS), mynddiskar(DVD), og bækur á 12 tungumálum
 • 1,5 milljón barna og þálfara hafa tekið þátt í námskeiðum Coerver Coaching
 • Samstarfsaðili Adidas í 20 ár

Coerver® Coaching er:  Hugmynda- og æfingaáætlun í knattspyrnu sem þjálfar upp færni og hentar öllum aldurshópum en sérstaklega aldrinum 6-16 ára á öllum getustigum, og einnig foreldrum, þjálfurum og kennurum.  Hugmyndafræði sem einblínir á að þróa færni einstaklingsins og leikæfingar í smáum hópum.  Viðurkennt og mælt með af mörgum af stærstu og virtustu knattspyrnusamböndum heims, leikmönnum, sérfræðingum og félögum svo sem:

 • Knattspyrnusamband Frakklands
 • Knattspyrnusamband Ástralíu
 • Knattspyrnusamband Kína
 • Knattspyrnusamband Japans
 • Bayern Munchen FC 
 • Newcastle United FC
 • Arsenal FC
 • Adidas®

Aðalmarkmið hugmyndafræði Coerver Coaching er:

 • Þjálfa færni, sjálfstraust og sköpunargleði hjá leikmönnum
 • Gera leikinn skemmtilegan á æfingum og leik
 • Kenna góðan íþróttaanda og virðingu fyrir allt og öllu
 • Virða sigur en ekki meir en gott hugarfar og frammistöðu
 • Bjóða upp á öruggt og lærdómsríkt umhverfi sem mætir sem best þjálfunarmarkmiðunum

Námsefni

Þegar Coerver Coaching gaf út nýjan 3ja hluta mynddisk(dvd) og bókina  „A New Era“ lagði það grunninn að öllu starfi Coerver Coaching á nýju árþúsundi.

Grunnurinn að hinni nýju námskrá er The Pyramid of Player Development sem samanstendur af 6 skrefum.

Hvert skref inniheldur ótal leiki og æfingar fyrir alla aldurshópa og koma mörg þeirra fram í bókinni „Master Class“ og á myndabandþáttunum „New Era“.  Allar æfingarnar eru notæfar fyrir þjálfara til undirbúnings fyrir eigin æfingar og fyrir leikmenn sem vilja æfa sig sjálfir.

Knattstjórnun er undirstaða allrar þjálfunar hjá leikmönnum og fyrir framförum í ofangreindum skrefum.  En ekki hugsa um þessa 6 skref sem „stiga“ hvar þú þarft að ljúka ákveðnum hlutum áður en þú getur haldið áfram.  Öll skrefin vinna saman og munu framfarir og árangur eiga sér stað um leið og færnin eykst í hverju skrefi fyrir sig.

 
 • Spilæfingar

  Æfingar og leikir í smáum hópum sem leggja áherslu á hraðar sóknir

 • Klárun

  Æfingar og leikir sem leggja áherslu á að bæta tækni og
  ákvarðanartöku fyrir framan markið

 • Hraði

  Æfingar og leikir sem leggja áherslu á að bæta hraða, kraft og
  samhæfingu með og án bolta

 • Hreyfingar 1v1

  Æfingar og leikir sem þjálfa upp færni leikmanna í stöðunni
  1v1 og hjálpa viðkomandi í að búa til pláss gegn þéttri vörn mótherjanna

 • Móttaka og Sending

  Æfingar og leikir sem þjálfa upp góða fyrstu snertingu á bolta
  og sömuleiðis nákvæmar og skapandi sendingar

 • Knattstjórnun

  Einn bolti á hvern leikmann. Æfingar hvar áhersla er lögð á að
  þjálfa jafnt báðar fætur og stöðugar endurtekningar

Crosshairs