COERVER® COACHING ER:

Coerver® Coaching er:  Hugmynda- og æfingaáætlun í knattspyrnu sem þjálfar upp færni og hentar öllum aldurshópum en sérstaklega aldrinum 6-16 ára á öllum getustigum, og einnig foreldrum, þjálfurum og kennurum.  Hugmyndafræði sem einblínir á að þróa færni einstaklingsins og leikæfingar í smáum hópum.  

 

 

Aðalmarkmið hugmyndafræði Coerver Coaching er:

 • Þjálfa færni, sjálfstraust og sköpunargleði hjá leikmönnum
 • Gera leikinn skemmtilegan á æfingum og leik
 • Kenna góðan íþróttaanda og virðingu fyrir allt og öllu
 • Virða sigur en ekki meir en gott hugarfar og frammistöðu
 • Bjóða upp á öruggt og lærdómsríkt umhverfi sem mætir sem best þjálfunarmarkmiðunum

COERVER COACHING Á NORÐURLÖNDUM

Coerver® Coaching á Norðurlöndum hefur vaxið og dafnað undanfarin 16 ár og hefur t.a.m. starfað á Íslandi síðan í ársbyrjun 2013.  Á síðasta ári komu á námskeið Coerver® Coaching á Íslandi um 1.200 iðkendur um allt land.

Coerver® Coaching á Norðurlöndum hefur haldið þjálfaranámskeið fyrir Knattspyrnusambönd Íslands, Danmerkur, Finnlands og Færeyja. Að auki haldið regluleg erindi á bikarúrslitaráðstefnunni í Noregi og lýkum atburðum í Svíþjóð.

 

Ávinningur leikmanna

 • Eykur leikfærni óháð leikstöðu og getu í knattspyrnu
 • Lærir  færni bestu knattspyrnumanna heims
 • Eykur hraða með og án bolta
 • Nýtur fótboltans betur óháð eigin getu

Ávinningur þjálfara

 • Þú lærir að kenna grunnfærni í knattspyrnu á áhrifaríkan og skapandi hátt
 • Þú færð fleiri hugmyndir og æfingar til að nota í þín starfi
 • Þú lærir að skapa skemmtilegar æfingar með áskorun fyrir allt tímabilið
 • Þú færð svör við flestum vandamálum í þjálfun

Ávinningur foreldra

 • Þú færð fagmannlegt, öruggt, skemmtilegt og lærdómsríkt umhverfi fyrir barnið þitt.
 • Þú færð gæði fyrir þína fjármuni
 • Þú sérð miklar og skýrar framfarir hjá þínu barni
 • Þú færð bestu æfingu og kennsluáætlunina í færni knattspyrnumanna sem völ er á í dag

Ávinningur félaga og knattspyrnusambanda

Hugmyndafræði sem framkallar hæfileikamótun iðkenda á skemmtilegan, árangursríkan og nútímalegan hátt.

Mikil og góð reynsla í hæfileikamótun leikmanna og tengslamyndun undanfarin 15 ár á Norðurlöndum.

Fagmannlegur og öruggur samstarfsaðili sem hefur mikla reynslu af því að vinna með ólíkum aðilum.

 

Our calendar

Upcoming events

Our partners